Saga Rörás
Rörás var stofnað 2010 af Val Richter og Össuri Össurasyni. Fyrirtækið var staðsett á Suðurtanga 2, en flutti svo seinna á á Suðurtanga 7. Árið 2017 hættir Össur, og Valur Richter kaupir hans hlut í fyrirtækinu. Valur Ricther er í dag einn eigandi að fyrirtækinu.
Eftir fimmtán ár á Suðurtanga, þá flutti Rörás starfsemi sína í glænýtt húsnæði að Æðartanga 6, í mars 2025.
Fyrirtækið
Rörás ehf. er pípulagningarfyrirtæki og almennur verktaki. Fyrirtækið sér líka um meindýraeftirlit og eyðingu fyrir bæði bæjaryfirvöld og fyrirtæki á svæðinu.
Fyrirtækið hefur starf að fjölbreyttum verkefnum, fyrir utan almennar pípulagnir, viðgerðir og viðhald þeirra. Fyrirtækið hefur tekið að sér að smíða kvíar fyrir fiskeldi, viðhald á búnaði í sundlaugum, hellu- og flísalögn, gröfuvinnu, steypusögun og kjarnaborun, í raun eiginlega öllu sem tengist byggingarframkvæmdum.
Rörás ehf er mjög vel búið að tækjum til að takast á við svo til við öll verkefni.
Viðskiptavinir
Viðskiptavinir Rörás eru jafn fjölbreyttir og verkefni þess. Hér er stutt upptalning á þeim, og vert er að hafa í huga að þetta er ekki tæmandi listi. Sjólagnir fyrir laxasláturhúsið Drimlu í Bolungarvik. Sjólagnir Háafell Nauteyri með Sjótækni ehf. Almennt viðhald og endurbætur fyrir Ríkiseignir.
Starfsmenn

Valur Richter – eigandi
Pípulagningarmeistari, húsasmiðameistari, vélstjóri, rennismiður, meindýraeyðir.

Guðmundur Hjaltason
Lagerstjóri, bókhald og pípulagnir

Krzystof Wielgosz
Pípulagnir
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða villt ráða okkur í verkefni, þá máttu endilega senda okkur línu með því að ýta á hnappinn hér að neðan.